Göngumessurnar í Breiðholti hafa fest sig í sessi í júnímánuði. Að þessu sinni verður fyrsta gangan 12. júní og þá verður gengið frá Fella- og Hólakirkju í Breiðholtskirkju, sunnudaginn 19. júní verður gengið frá Breiðholtskirkju í Seljakirkju og hringnum verður lokað sunnudaginn 26. júní þegar gengið verður frá Seljakirkju til Fella- og Hólakirkju. Gengið er af stað frá hverri kirkju kl. 10 og hefjast guðsþjónusturnar kl. 11.

Messukaffið er einnig orðið ómissandi og þannig verða þessir morgnar næringarríkir fyrir sál og líkama.