Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Seljaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 7. júní.Í auglýsingunni kom fram að miðað væri við að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu lægi fyrir.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr.8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Alls sóttu tólf um og þrír umsækjendur óskuðu nafnleyndar:

Sr. Bryndís Svavarsdóttir
Daníel Ágúst Gautason, djákni og mag. theol.
Helga Bragadóttir, mag. theol.
Hilmir Kolbeins, mag. theol.
Kristján Ágúst Kjartansson, mag. theol.
Laufey Brá Jónsdóttir, mag. theol.
Sr. Páll Ágúst Ólafsson
Sr. Sigurður Már Hannesson
Stefanía Bergsdóttir, mag. theol.

Frétt af kirkjan.is