Nú er hafin skráning í fermingarfræðslu næsta vetrar í Seljakirkju. Skráning fermingarbarna fer fram á vefnum seljakirkja.is. Þar er jafnframt í boði að velja fermingardag og ábyrgjumst við að fermingarbörnin fái umbeðinn dag. Fermingarfræðslan mun fara fram í vikulegum kennslustundum í safnaðarheimili kirkjunnar jafnframt sem vænst er þátttöku í helgihaldi safnaðarins. Við leggjum mikla áherslu á að hafa kennslustundirnar jákvæðar og uppbyggilegar svo þær geti orðið vettvangur fyrir skemmtilegar og góðar umræður Auk þess verður farið í tveggja nátta ferð í Vatnaskóg, 3. – 5. október, þar sem verður fræðsla, leikir og fjör. Ferðin verður betur kynnt þegar nær dregur.
Í byrjun september verða sendar í tölvupósti ýmsar mikilvægar upplýsingar til foreldra skráðra fermingarbarna. Þar munu koma fram nánari upplýsingar um kennslutíma og aðrar hagnýtar upplýsingar. Ef það eru einhverjar spurningar, biðjum við ykkur um að hafa samband í síma kirkjunnar 567 0110.
Skráningin fer fram hér.