Nú á sunnudaginn verður síðasta göngumessa sumarsins!
Safnast verður saman við Seljakirkju kl. 10 og gengið verður þaðan til Fella- og Hólakirkju, þar sem guðsþjónusta hefst klukkan 11.
Sr. Pétur Ragnhildarson prédikar og þjónar fyrir altari og kór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.
Verið hjartanlega velkomin í þessa síðustu göngumessu sumarsins í Breiðholti – sama hvort tekið er þátt í göngunni eður ei!