Fimmtudaginn 10. október næstkomandi býður Seljakirkja til haustferðar fyrir eldri borgara. Ferðinni er heitið til Víkur í Mýrdal, en umsjón með ferðinni hafa þeir sr. Árni Þór Þórsson og sr. Sigurður Már Hannesson. Sr. Árni Þór sér um leiðsögn, enda er hann vel kunnugur staðháttum, hafandi þjónað við Víkurprestakall sem sóknarprestur síðustu árin.

Lagt verður af stað frá Seljakirkju kl. 9.00 og heimkoma áætluð um kl. 18.30. Mælst er til þess að mæta til Seljakirkju ekki seinna en kl. 8.45. Ferðamannaparadísin Vík í Mýrdal verður skoðuð og nánasta nágrenni.

Verð er 10.000 kr., en innifalið í verðinu er hádegisverður á Hótel Dyrhólaey, ásamt kaffitíma og millimáli. Greitt verður við brottför.

Skráning fer fram í síma 567-0110 eða með því að senda tölvupóst á seljakirkja@kirkjan.is. Skráningu lýkur föstudaginn 4. október.