Helgihald sunnudagsins 16. nóvember verður með fjölbreyttu og skemmtilegu sniði
Sunnudagaskóli kl. 11
Góð stund fyrir alla fjölskylduna.
Söngur, saga og gleði
Brauð og ávextir í safnaðarsal að stund lokinni
Prjónamessa kl. 13
Sr. Steinunn Anna prédikar og þjónar fyrir altari
Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna
Kirkjugestir eru hvattir til að hafa handavinnu með sér í messunni
Að messu lokinni verða verslanirnar Natura Knitting, Today I feel yarn og Hex Hex dye works með ýmsan prjónavarning til sölu í safnaðarsal kirkjunnar
Þá verður veitingasala og mun allur ágóði sölunnar renna í styrktarsjóð Seljakirku, Hjálparhönd
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest
