Það eru stórkostleg gleðitíðindi að okkar eigin Steinunn Anna Baldvinsdóttir, æskulýðsfulltrúi Seljakirkju, kemur til með að verða vígð til prests á morgun, annan í hvítasunnu.
Steinunn Anna mun þjóna við Seljakirkju sem æskulýðsprestur, og verða þeir því þrír, prestarnir sem þjóna kirkjunni okkar!
Vígslan fer fram í Skálholtsdómkirkju klukkan 17 – og hvetjum við að sjálfsögðu alla til þess að leggja leið sína í Skálholt á morgun, til að styðja við og gleðjast með henni Steinunni Önnu okkar!