Myndir af stóra sal
Stóri salur
Stóri salurinn okkar er upplagður fyrir skírnarveislur, brúðkaupsveislur, erfidrykkjur og ýmislegt annað.
Hann kostar 50.000 kr. í útleigu.
Í sæti tekur salurinn mest 110 manns í sæti en ef standandi veisla er rúmar hann allt að 300 manns
Öll meðferð áfengis er bönnuð á lóð kirkjunnar
Miðað er við að öllu sé lokið í húsi kl. 23:00
Innifalið í salaleigu er allur salurinn, borð, stólar, allur borðbúnaður, aðgangur að eldhúsi, kertastjakar og blómavasar
Myndir af litla sal
Litli salur
Litli salurinn hjá okkur er tilvalinn fyrir minni samkvæmi s.s. skírnarveislur, afmæli, fundi eða bekkjarkvöld.
Leigan á litla salnum er 35.000 kr.
Sitjandi tekur salurinn allt að 60 manns í sæti en ef stillt er upp fyrir standandi veislu komast fyrir allt að 100.
Öll meðferð áfengis er bönnuð á lóð kirkjunnar.
Miðað er við að öllu sé lokið í húsinu kl. 23:00
Innifalið í salaleigu er allur salurinn, borð, stólar, allur borðbúnaður, aðgangur að eldhúsi, kertastjakar og blómavasar
Efri salir
Tveir efri salir eru til útleigu hjá okkur
Annar salurinn er útbúinn borðum og stólum og hentar vel til fundahalda
Hann tekur allt að 30 í sæti og kostar 12.000 kr.
Hinn efri salurinn er aðeins með stólum og píanói og hentar vel til kóræfinga
Hann tekur allt að 50 í sæti og kostar 12.000 kr.
Þjónusta
Við útleigu á sal þarf alltaf að hafa með starfsmann í eldhúsið sem við sköffum
Hann tekur 5.000 kr. á tímann og er sá kostnaður ekki innifalinn í salaleigu.
Fjöldi þjóna í eldhús tekur mið af fjölda gesta og veitingum sem í boði eru.
Miðað er við 1 þjón fyrir fyrstu 70 gesti – fleiri þjóna þarf ef gestir eru fleiri og ef margrétta veitingar eru í boði
Kvenfélag Seljasóknar leigir út dúka fyrir veislur og kosta þeir 800 kr. stk
Við í Seljakirkju viljum leggja okkar af mörkum til að styðja við fólkið í hverfinu
Salaleigu er því haldið í lágmarki fyrir skóla, leikskóla, bekkjar- og húsfélög hverfisins
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast snúið ykkur að
Kirkjuverði í síma 567-0110 eða seljakirkja@kirkjan.is