Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja
Annan miðvikudag í mánuði kl. 18:00
Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja var stofnaður 18. október 1980. Fyrsti formaður klúbbsins var María Sigurðardóttir. Mætingarstaður hefur um langt skeið verið í Kirkjumiðstöð Seljasóknar, en einnig er farið í heimsóknir á vinnustaði og söfn. Fundartími klúbbsins er annar miðvikudagur í mánuð kl. 18:00.
Helstu verkefni Soroptimistaklúbbs Bakka og Selja
Klúbburinn hefur tekið þátt í margvíslegum verkefnum í gegnum tíðina. Stærsta verkefnið hefur verið stuðningur við fatlaða unga konu til þess m.a. að gera henni kleift að ferðast og afla sér menntunar. Þá hafa einstaklingar og fjölskyldur í nærumhverfi okkar verið styrkt á ýmsum sviðum.
Klúbburinn hefur séð um kaffiveitingar á uppstigningardag fyrir eldri borgara í Seljakirkju annað hvert ár. Barnageðdeild Landspítalans fékk styrk til námskeiðshalds fyrir nokkrum árum og stúlkur á Indlandi hafa verið styrktar til menntunar í gegnum félagið „Vinir Indlands“ svo dæmi séu tekin.
Fjáröflun
Til að afla fjár hefur klúbburinn m.a. gefið út ljóðabókina „Vigdísarljóð“ en ljóðin eru eftir Vigdísi Einarsdóttur sem var stofnfélagi klúbbsins. Holtasóley, þjóðarblóm Íslendinga, hefur verið okkur hugleikið og hefur klúbburinn látið útbúa litlar nælur með Holtasóley og einnig töskur sem skreyttar eru með þjóðarblóminu. Sjá nánar http://www.soroptimist.is/index.php/63-um-soroptimista/fjaroflun.
Gönguhópur
Klúbburinn hefur um árabil haldið úti gönguhópi á mánudögum til heilsueflingar. Dagskrá gönguhópsins er auglýst á vef soroptimistasamtakanna og stendur öllum systrum til boða.
Gróðurlundur
Árin 2010 – 2014 sá klúbburinn um gróðurlund Soroptimistasambandsins í Heiðmörk. Þykir okkur afskaplega vænt um þennan litla gróðurlund og höfum farið margar ferðir bæði til þess að hreinsa og klippa. Við höfum einnig komið þar við á vorferðum okkar til þess að skoða og skála á fallegu svæði. Er sérstaklega ánægjulegt að fylgja eftir ilmreynitrjánum sem gróðursett voru í samvinnu við Litháen á 90 ára afmæli alþjóðarsambands Soroptimista 2011.
Vigdís Einarsdóttir, sem var ein af stofnsystrum í Bakka og Selja klúbbi og síðar heiðursfélagi klúbbsins, tók við verkefnastjórn umhverfismála árið eftir að Soroptimistasystur fengu útlhlutað lundinum í Hrossabrekku í Heiðmörk árið 1983. Hefur klúbburinn þannig tengst lundinum frá upphafi.