Sumarnámskeið Seljakirkju

Tvö námskeið fyrir 6-10 ára börn (1. – 4. bekk):
12. – 16. júní og 14. – 18. ágúst

Dagskrá námskeiðsins er af fjölbreyttum toga, þar sem leitast er við að allir fái notið sín í öruggu umhverfi.

Farið verður í vettvangsferðir, vatnsleiki, bakstur, inni- og útileiki svo eitthvað sé nefnt. Einnig verða sagðar sögur úr Biblíunni, kenndar bænir og sungin skemmtileg lög.

Námskeiðin kosta 15.000 kr. ein vika

Innifalið í verði er öll dagskrá og ferðir á námskeiðinu.
Börnin koma með eigið nesti. Miðað er við 3 nestisstundir yfir daginn – ávextir verða þó í boði í morgunnestinu fyrir þá sem vilja.
Á föstudögum verður boðið upp á grillpartý og köku í kaffitímanum, svo ekki þarf að koma með nesti þann daginn.

Umsjón með námskeiðinu hefur sr. Sigurður Már Hannesson, sem gefur allar nánari upplýsingar á sigurdurmh@kirkjan.is.

Til að skrá barn á sumarnámskeið í Seljakirkju skal smella á hnappinn hér að neðan:

Námskeið 2023

  1. námskeið 12 – 16. júní 2023
  2. námskeið 14. – 18. ágúst 2023

Námskeiðið er á milli  09:00 og 16:00.

Húsið er opið 08:45 – 16:15 og er velkomið að nýta þann tíma hjá okkur.

Skrá á námskeið