Æskulýðsfélagið Sela fyrir 8. – 10. bekk

Fimmtudaga kl. 19:30

Í Seljakirkju starfar æskulýðsfélagið Sela fyrir unglinga í 8. – 10. bekk. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og miðar að þörfum unglinga. Á fundunum er fjölbreytt dagsrká sem miðar að því efla félagsandann og styrkja trú þátttakenda en á hverjum fundi er stund í kirkjunni, þar sem bænir eru beðnar og/eða hugleiðing flutt.  Samstarf er haft við önnur æskulýðsfélagið og Sela tekur virkan þátt í starfsemi ÆSKR.

Að sjálfsögðu eru engin þátttökugjöld, en upp kunna að koma sérstakir viðburðir þar sem þátttakendur þurfa að greiða einhvern kostnað.

Leiðtogar eru: Steinunn Anna, æskulýðsfulltrúi, Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir og Hákon Darri Egilsson

Dagskrá haustsins 2022

15.09 – Kynningafundur og leikir

22.09 – Kahoot og nammikvöld (kynningarfundur)

29.09 – PizzaPartý og leikir

06.10 – Feluleikjakvöld (skráning í LaserTag)

13.10 – LaserTag

20.10 – Vetrarleyfi

27.10 – Kökuskreytingarkvöld

03.11 – Spilakvöld

10.11 – Brjóstsykursgerð

11.-13.11 – Ferð í Vindáshlíð

17.11 – Varúlfur

24.11 – Glasaleikurinn

01.12 – Skautaferð (Kl. 17-19)

08.12 – LitluJól