Æskulýðsfélagið Sela fyrir 8. – 10. bekk

Fimmtudaga kl. 20:00

Í Seljakirkju starfar æskulýðsfélagið Sela fyrir unglinga í 8. – 10. bekk. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og miðar að þörfum unglinga. Á fundunum er fjölbreytt dagsrká sem miðar að því efla félagsandann og styrkja trú þátttakenda en á hverjum fundi er stund í kirkjunni, þar sem bænir eru beðnar og/eða hugleiðing flutt. Þá er samstarf haft við önnur æskulýðsfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Að sjálfsögðu eru engin þátttökugjöld, en upp kunna að koma sérstakir viðburðir þar sem þátttakendur þurfa að greiða hluta kostnaðar.

Hákon Darri Egilsson verður í forsvari fyrir æskulýðsfélagið Sela, haustið 2023, en nánari upplýsingar um starfið veitir sr. Sigurður Már Hannesson í gegnum tölvupóst: sigurdurmh@kirkjan.is.

Dagskrá haustsins 2023

Æskulýðsstarf Seljakirkju hefst á ný í september.

Dagskrá haustsins 2023 verður birt síðar.