Barnakórinn

Barnakórinn starfar í tveimur deildum

  • 1. – 4. bekkur æfir á mánudögum kl. 14:15-15:15
  • 5. – 10. bekkur æfir á miðvikudögum 17:00-18:00

Kórstjóri, Rósalind Gísladóttir

Skráning í barnakór

Kirkjukórinn

Mánudagar 19:00-21:00

Tómas Guðni er í leyfi til jan 2023, Sveinn Arnar leysir hann af. Hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóstinn arnar@vidistadakirkja.is

Kirkjukórinn er undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Kórinn æfir á mðivkudagskvöldum kl. 19:30 – 21:30 einnig er gert ráð fyrir 1 klst æfingu fyrir athafnir. Kórinn getur bætt við sig áhugsömu söngfólki og hægt er að hafa samband við Tómas í síma 866-1823 fyrir frekari upplýsingar.

Kórinn hefur það hlutverk að leiða almennan safnaðarsöng í guðsþjónustum og jafnframt það að flytja umfangsmeiri tónverk fyrir söfnuðinn til þess að setja hátíðlegri blæ á hana.

Gert er ráð fyrir því að kórinn haldi að minnsta kosti tvenna tónleika á ári, aðventu og vortóneikar.

Kórinn fer öðru hverju í æfingarbúðir sem eru skipulagðar af tónlistarstjóra og stjórn kórsins. Þær eru oftast yfir helgi. Kórinn hefur reglulega farið í ferðir til útlanda sem eru í senn söng og skemmtiferðir. Árið 2005 fór kórinn til Austurríkis, Þýskalands og Sviss. Í ferðinni hélt kórinn tvenna auglýsta tónleika. Í kirkju í Austurríki nánar tiltekið í Lautasch og á útitónleikasviði í Ruhpolding í Þýskalandi. Þessi ferð var einstaklega vel skipulögð og frábærlega heppnuð.

Stofnfundur Kirkjukórs Seljairkju var 16. maí 1981. Kórinn hefur síðan verið undir stjórn nokkurra kórstjóra. Ólafur Finnson var sá fyrsti.