Mörg undanfarin ár hafa söfnuðirnir í Breiðholti tekið sig saman um helgihald í júnímánuði, þegar gengið er frá einni kirkju til annarrar.
Fyrsta gönguguðsþjónustan verður nk. sunnudag, 9. júní.

Safnast verður saman við Fella- og Hólakirkju kl. 10 og gengið til guðsþjónustu í Breiðholtskirkju sem hefst kl. 11.
Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á veglegt messukaffi.

Verið velkomin!