Miðvikudaginn 25. september 2024 hófum við í Seljakirkju nýjan lið í safnaðarstarfinu!

Gormatímar eru að jafnaði einu sinni í mánuði frá 17:00-19:00

Við byrjum á léttri fjölskyldusamveru í kirkjuskipinu þar sem við heyrum sögu úr biblíunni, synjgum saman og förum með bænir

Að því loknu verður föndurstund í safnaðarsal kirkjunnar, þar sem yfirleitt er boðið upp á föndur eða annað gaman fyrir þau yngstu.

Við endum síðan á því að eiga saman samfélag og borða kvöldmat í safnaðarsalnum.

Allir velkomnir – kostar ekkert að taka þátt!

Skráning hér

Við vonumst til að sjá sem flesta – njótum þess að koma saman fjölskyldan, eiga ljúfa stund saman á þeim tíma dagsins sem gjarnan er kallaður „úlfatíminn“ – og ekki sakar að þurfa ekki að sjá um eldamennsku né uppvask!