Næstkomandi þriðjudag, 29. október verður önnur menningarvaka eldri borgara misserisins í Seljakirkju.

Ræðumaður að þessu sinni verður Ingigerður Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður ÍR, sem segja mun frá því mikla ævintýri sem uppbygging íþróttafélagsins hefur verið.

Um tónlist sjá söngvararnir í Kvartettinum Barbara, einum fremsta rakarakvartett landsins, sem syngja fyrir okkur nokkur vel valin lög í rakarakvartett-stíl.

Eftir stundina verður boðið uppá ljúffenga íslenska kjötsúpu að hætti kirkjuvarðar; fullkominn kvöldverður fyrir upphaf vetrar! Kvöldverður kostar kr. 2.000.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma kirkjunnar: 567-0110 eða með tölvupósti: seljakirkja@kirkjan.is

Verið öll hjartanlega velkomin til menningarvöku eldri borgara í Seljakirkju!