Næsta sunnudag bregðum við út af vananum í helgihaldinu og bjóðum til prjónamessu í Seljakirkju!
Helgihald sunnudagsins verður með þessum hætti:
Barnaguðsþjónusta kl. 11 – Siggi Már og Bára leiða stundina og Siggi spilar á gítarinn. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna!
Prjónamessa kl. 13 – sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Seljurnar, kór kvenfélags Seljasóknar syngja undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Kirkjugestir eru hvattir til að mæta með handavinnu í kirkjuna! Kvenfélag Seljasóknar afhendir Seljakirkju skjávarpa og tjald að gjöf við formlega athöfn. Köku- og prjónabasar í safnaðarsal kirkjunnar að stundinni lokinni. Ágóði veitingarsölu rennur til Hjálparhandar Seljakirkju, líknarsjóðs Seljasóknar.
Njótum sunnudagsins í Seljakirkju!