Fyrsti Gormatími ársins verður 22. janúar kl. 17

Við byrjum á léttri fjölskyldusamveru í kirkjusalnum þar sem við heyrum sögu úr biblíunni, lærum um Ljós heimsins, synjgum saman og förum með bænir og hengjum bænir á Bænagorminn okkar

Að því loknu verður föndurstund – þar verður boðið uppá kertaföndur ýmsum útfærslum sem henta börnum á öllum aldri

Við endum síðan á því að eiga saman samfélag og borða kvöldmat í safnaðarsalnum – að þessu sinni verður boðið uppá pylsupasta, brauð og grænmeti

Allir velkomnir – kostar ekkert

Skráning hér

Við vonumst til að sjá sem flesta – njótum þess að koma saman fjölskyldan, eiga ljúfa stund saman og sleppa því að elda