Þá líður að næstu menningarvöku eldri borgara í Seljakirkju, en menningarvaka marsmánaðar fer fram þann 25. mars næstkomandi! Dagskráin er ekki af verri endanum, að vanda:

Hjónin Jóhanna Þórhallsdóttir, söngkona og málari, og Óttar Guðmundsson, geðlæknir og rithöfundur, flytja erindi undir yfirskriftinni “Rímnaskáldið Sigurður Breiðfjörð”, með söng og töluðu máli.

Eftir stundina verður boðið til veislu í safnaðarheimili kirkjunnar, þar sem Bjarni kokkur eldar ofan í kirkjugesti. Á matseðlinum er steiktur kjúklingur með appelsínusósu, sætum kartöflum og rótargrænmeti og eplakaka með þeyttum rjóma og karamellusósu í eftirrétt.

Kvöldverðurinn kostar 4.000 kr.

Verið öll hjartanlega velkomin til Seljakirkju á menningarvöku eldri borgara!