Sunnudaginn 30. mars fáum við til okkar góðan gest til að þjóna fyrir altari, auk þess sem að við bregðum út af vananum í sunnudagaskólanum og bjóðum á ný uppá íþróttasunnudagaskóla! Seljakirkja var fyrir skömmu síðan að fjárfesta í alls kyns dýnum, kubbum og púðum í þrautabraut, svo það stefnir aldeilis í þrumustuð í stundinni! Helgihald sunnudagsins verður með þessum hætti:
Íþrótta-sunnudagaskóli kl. 11 – Bára og Ásgeir sjá um stundina, sem byrjar með stuttri dagskrá inní helgidómi kirkjunnar. Eftir stundina færum við okkur svo yfir í loftsal kirkjunnar, þar sem farið verður í skemmtilega þrautabraut og alls konar íþróttaleiki.
Guðsþjónusta kl. 13 – Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari og kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, organista.
Verið öll hjartanlega velkomin í Seljakirkju – til að næra bæði andlega og líkamlega heilsu!