Helgihald 1. sunnudags eftir páska verður með þessum hætti:

Íþrótta-sunnudagaskóli kl. 11, skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna í kirkjunni, sem endar svo með þrautabraut og allskonar íþróttum í safnaðarheimilinu.

Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Douglas A. Brotchie, organista.

Verið öll hjartanlega velkomin til Seljakirkju!