Þá er komið að síðustu menningarvöku vetrarins, en að þessu sinni sjá Pétur Þorsteinsson og Breiðfirðingakórinn um dagskrána.
Séra Pétur Þorsteinsson, sem stundum er kallaður Pétur í Óháða, ætlar að kynna nýjustu uppfærslu hinnar sprenghlægilegu orðabókar sinnar, „Pétríska-íslenska orðabókin“.
Breiðfirðingakórinn syngur vel valin lög undir stjórn Kristínar. R. Sigurðardóttur, og leiða svo kirkjugesti í samsöng.
Eftir stundina í kirkjunni færum við okkur svo yfir í safnaðarsal, þar sem Bjarni kokkur býður okkur til veislu;
Lambasteik með sveppasósu, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáðu grænmeti.
Kvöldverður kostar 3.000 kr.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma kirkjunnar: 567 0110 eða með tölvupósti: seljakirkja@kirkjan.is
Verið öll hjartanlega velkomin á þessa síðustu menningarvöku vetrarins í Seljakirkju!