Þá eru allar gönguguðsþjónustur sumarsins búnar í bili, og hefjast hefðbundnar guðsþjónustur að nýju í Seljakirkju, þar sem messutíminn er á sínum sumartíma, eða kl. 11. Sunnudagana 13. og 20. júlí fáum við til okkar góðan gest og vin Seljakirkju, sr. Sigurjón Árna Eyjólfsson, til þess að þjóna við guðsþjónusturnar. Helgihaldið þá sunnudaga verður með þessum hætti:
Guðsþjónusta kl. 11 – Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar.
Verið öll hjartanlega velkomin til Seljakirkju!