Nú eru barnaguðsþjónusturnar okkar byrjaðar á ný og guðsþjónusturnar komnar aftur á sinn hefðbundna messutíma. Helgihald sunnudagsins 14. september verður með þessum hætti:
Barnaguðsþjónusta kl. 11 – Siggi Már og Bára leiða stundina og Tommi spilar á píanóið. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna!
Guðsþjónusta kl. 13 – Sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Barn verður borið til skírnar.
Komið fagnandi til helgihaldsins í Seljakirkju – og gerum sunnudaginn skemmtilegri!