Fyrsti Gormatími vetrarins verður þriðjudaginn 23. september
Í vetur verða Gormatímarnir næst síðasta þriðjudag í hverjum mánuði
Gormatímarnir eru nýjung í safnaðarstarfi sem hófu göngu sína haustið 2024
Gormatíminn byrjar kl. 17 með fjölskyldusamveru í helgidómnum
Þar verður sungið, farið með bænir, sögð saga og að lokum stöðvar þar sem börnin geta upplifað söguna á annan hátt
Að stundinni lokinni verður boðið uppá haustföndur í safnaðarsal
Boðið verður uppá kvöldverð sem að þessu sinni verða sænskar kjötböllur og meðlæti
Þátttaka kostar ekkert en tekið er á móti frjálsum framlögum
Við biðjum um að fólk skrái sig og sína til að auðveldara sé að áætla fjölda í kvöldmatinn