Þá er komið að fyrstu Menningarvöku vetrarins í Seljakirkju. Menningarvökur eldri borgara eiga sér stað síðasta þriðjudag hvers mánaðar, en þar er jafnan boðið uppá áheyrileg erindi og skemmtilegan tónlistarflutning í helgidómnum, en að stundinni lokinni er boðið til kvöldverðar í skemmtilegu samfélagi í safnaðarheimili.

Fyrsta Menningarvaka vetrarins á sér stað þriðjudaginn 30. september kl. 18.00. Dagskráin að þessu sinni verður með þessum hætti:

Guðni Ágústsson fræðir mannskapinn eins og honum einum er lagið – en erindi hans ber yfirskriftina „Húrra fyrir sauðkindinni og íslenskri þjóð.“

Bryndís halla Gylfadóttir, einn fremsti sellóleikari þjóðarinnar, sér um tónlistina ásamt organistanum okkar, Tómasi Guðna Eggertssyni.

Boðið verður til kvöldverðar í safnaðarheimili þar sem Bjarni kokkur sér um matseldina. Á matseðlinum að þessu sinni er lambasteik með gljáðum kartöflum og sveppasósu.

Þátttaka í kvöldverði kostar kr. 3.000.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma kirkjunnar: 567-0110 eða með tölvupósti: seljakirkja@kirkjan.is.