Þriðjudaginn 21. október verður næsti Gormatími í Seljakirkju
Við byrjum kl. 17 með fjölskyldusamveru í kirkjunni
Þar munum við syngja saman, heyra sögu, fara með bænir og fara á stöðvar sem tegnjast Biblíusögu dagsins
Á eftir verður boðið uppá ýmiskonar Hrekkjavökuföndur og grímugerð í safnaðarsal
Þeir sem vilja geta einnig tekið þátt í Jól í skókassa
Nánar um það hér: Jól í skókassa
Til staðar verða einhverjir skókassar, jólapappír og merkimiðar
Velkomið er að koma með hlut eða hluti til að setja í gjafir, eða þá fullbúnar gjafir
Í kvöldmat verður grjónagrautur, lifrapylsa og brauð
Ekkert kostar að taka þátt en við tökum við frjálsum framlögum og það er posi á staðnum