Við ætlum að taka forskot á sæluna næsta sunnudag og mæta í búningum í sunnudagaskólann!
Helgihald sunnudagsins 26. október verður með þessum hætti:
Barnaguðsþjónusta með hrekkjavökuþema kl. 11 – Siggi Már og Thelma Rós leiða stundina og Tómas Guðni spilar á píanóið. Krakkar og foreldrar hvattir til að mæta í búning í kirkjuna!
Messa – altarisganga kl. 13 – Sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari og félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson.
Njótum sunnudagsins með Seljakirkju!