Þá er komið að menningarvöku októbermánaðar, þann 28. október kl 18! Að venju fáum við til okkar góða gesti – og njótum svo góðs kvöldverðar að stundinni lokinni. Dagskráin að þessu sinni verður á þennan hátt:
Hjónin Ísólfur Gylfi Pálmason og Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir flytja okkur bráðskemmtilegt erindi í orðum, tónum og frumsömdum lögum.
Guðrún Gunnarsdóttir syngur svo vel valin lög eins og henni einni er lagið, við undirspil organistans okkar, Tómasar Guðna Eggertssonar.
Í safnaðarsal verður svo boðið til kvöldverðar að hætti Bjarna kokks. Verð á kvöldverð og eftirrétt er 3.500 kr.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma kirkjunnar: 567 0110 eða með tölvupósti: seljakirkja@kirkjan.is.
Verið hjartanlega velkomin til Seljakirkju!
