Það er nóg um að vera hjá okkur í Seljakirkju, annan sunnudag í aðventu, líkt og aðra daga aðventunnar. Til viðbótar við helgihald sunnudagsins bjóðum við til jólatónleika kórs Seljakirkju, þar sem við fáum til okkar góðan gest. Helgihald sunnudagsins 7. desember verður með þessum hætti:

Barnaguðsþjónusta kl. 11 – Siggi Már og Bára sjá um stundina og Tommi spilar á píanóið. Við heyrum sögu, syngjum saman, rebbi kíkir í heimsókn og kveikt verður á öðru kertinu í aðventukransinum.

Guðsþjónusta kl. 13 – Sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar.

Jólatónleikar kórs Seljakirkju kl. 20 – Spennandi jólatónleikar þar sem Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Sérstakur gestur tónleikanna að þessu sinni er Ellen Kristjánsdóttir. Sungin verður tónlist í anda jólahátíðarinnar og eftir stundina verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Aðgangur á tónleikana er ókeypis.

Njótum aðventunnar með Seljakirkju!