Næsta sunnudag, 14. desember, er nóg um að vera í Seljakirkju. Aðventusunnudagaskóli verður kl. 11, guðsþjónusta klukkan 13 og loks árlegir aðventutónleikar Fóstbræðra kl. 17!
Karlakórinn Fóstbræður syngur jóla- og aðventutónlist sem hæfa vel árstímanum og koma öllum, ungum sem öldnum, í rétta skapið fyrir hátíðarnar. Kórstjóri er Árni Harðarson og Tómas Guðni Eggertsson sér um undirleik.
Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir,
Njótum aðventunnar með Seljakirkju!
