Hið árlega jólaball sunnudagaskólans verður haldið í Seljakirkju fjórða sunnudag í aðventu, 21. desember!
Prestarnir og Bára sunnudagaskólakennari leiða skemmtilega stund í kirkjunni með sögu, söng og fjöri, og Tommi spilar á píanóið.
Eftir stundina skundum við svo yfir í safnaðarheimili, þar sem dansað verður kringum jólatréð og sungin jólalög, og von er á að rauðklæddir gestir kíki í heimsókn og haldi stuðinu uppi.
Allir velkomnir og þátttaka er gestum að kostnaðarlausu.
Njótum aðventunnar með Seljakirkju!
