Nú er komið að einum af stórhátíðum kirkjunnar okkar, fæðingarhátíð Frelsarans. Helgihald Seljakirkju yfir jólahátíðina verða með þessum hætti:
- desember, aðfangadagur jóla:
11.00 – Guðsþjónusta á Seljahlíð: Sr. Sigurður Már Hannesson leiðir stundina.
15.00 – Beðið eftir jólunum: Jólastund fyrir börnin. Prestar kirkjunnar og Bára leiða stundina og Helgi Hannesson spilar á píanóið. Barnakór Seljakirkju syngur undir stjórn Rósalindar Gísladóttur. Jólasaga, jólasöngur og fjör!
18.00 – Aftansöngur: Sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og kór Seljakirkju syngur. Fermingarbörn vetrarins eru kertaberar við stundina.
23.30 – Miðnæturguðsþjónusta: Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir prédikar og Schola Cantorum syngur. Fermingarbörn vetrarins eru kertaberar við stundina.
- desember, jóladagur:
14.00 – Hátíðarguðsþjónusta: Sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og kór Seljakirkju syngur. Að guðsþjónustu lokinni veður boðið uppá heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarsal kirkjunnar.
Organisti við guðsþjónusturnar er Tómas Guðni Eggertsson.
