Næstkomandi þriðjudag, 24. september verður fyrsta menningarvaka eldri borgara þetta messerið í Seljakirkju.

Ræðumaður að þessu sinni verður Þorvaldur Friðriksson, fyrrverandi fréttamaður, sem fræðir mannskapinn um áhrif kelta á Íslandi og keltneskar rætur þjóðarinnar. Um tónlist sjá Tómas Guðni Eggertsson, organisti, og Matthías Stefánsson, fiðluleikari, sem leiða munu kirkjugesti í samsöng.

Eftir stundina í helgidómnum verður boðið uppá lambakótelettur að hætti kirkjuvarðar, með öllu tilheyrandi meðlæti! Kvöldverður kostar kr. 2.000.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma kirkjunnar: 567-0110 eða með tölvupósti: seljakirkja@kirkjan.is

Verið öll hjartanlega velkomin til þessarar fyrstu menningarvöku vetrarins!