Skráning er hafin í árlega haustferð eldri borgara í Seljakirkju
Í ár verður farið í dagsferð til Vestmannaeyja þann 4. september
Prestar Seljakirkju leiða hópinn í dagskrá dagsins
Farið verður í Eldheima, bíltrúr um Vestmannaeyjar, hádegisverð á Tanganum, heimsókn í Landakirkju og margt fleira
Við heislum uppá góðan vin, fyrrverandi sóknarprest Seljakirkju og núverandi framkvæmdarstjóra Herjólfs, Ólaf Jóhann
Mæting í Seljakirkju kl. 08:00
Áætluð heimkoma er um 22:00
Verð: 19.000 kr.
Innifalið í verði er öll keyrsla, ferðir með Herjólfi, hádegismatur og kaffitími, aðgangur að Eldheimum og öll dagskrá.
Kvöldverður er ekki innifalinn í verði
Skráning: seljakirkja@kirkjan.is eða í síma 567-0110
Allir velkomnir – takmarkaður sætafjöldi