Helgihald sunnudagsins 28. september verður með þessum hætti:
Bangsablessun í barnaguðsþjónusta kl. 11 – Siggi Már og Unnur Rún leiða stundina og Tommi spilar undir á píanóið. Boðið verður upp á bangsablessun í stundinni og kirkjugestir hvattir til að koma með bangsa eða tuskudýr í kirkjuna.
Guðsþjónusta kl. 13 – sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, organista. Barn verður borið til skírnar.
Komið fagnandi!