Það verður líf og fjör hjá okkur sunnudaginn 5. október
Íþróttasunnudagaskóli kl. 11
Sr. Steinunn og Íþrótta-Arnar sjá um stundina. Hress og skemmtilegur sunnudagaskóli og íþróttabraut í safnaðarsal að honum loknum.
Guðsþjónusta kl. 13
Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir prédikar og þjónar.
Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, organista.
Messukaffi í safnaðarsal að stund lokinni