Föstudaginn 31. október mun Æskulýðsfélagið Sela standa fyrir Hrekkjavöku Draugahúsi í Seljakirkju á milli 18 og 21

Unglingarnir hafa breytt kjallaranum í Draugahús sem gengið verður í gegnum

Þar má finna allskonar draugalega, skuggalega og hræðilega hluti

Þetta er liður í fjáröflun æskulýðsfélagsins fyrir ferðar þeirra í Vatnaskóg í nóvember

Það kostar 500 kr inn í Draugahúsið

Þá verða unglingarnir með veitingasölu í safnaðarsal Seljakirkju

Þar verður ýmislegt gómsætt til sölu s.s. Pylsur, grillaðar samlokur, súkkulaðikaka og fleira

Allur ágóði rennur óskiptur til unglinganna – Posi á staðnum

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Hér má finna viðburðinn á Facebook: