Þann 23. nóvember bjóðum við í Seljakirkju uppá nýbreytni í helgihaldinu, Æðruleysismessu.

Æðruleysismessur eru kyrrðarstundir þar sem við gefum okkur svigrúm til þess að dvelja í kyrrð og ró í góðu samfélagi við Guð og menn. Áhersla er lögð á létta og góða tónlist og að hlusta á vitnisburð þeirra sem gengið hafa 12 reynsluspor AA-samtakanna.

Stundin hefst kl. 20.00. Sr. Sigurður Már Hannesson leiðir stundina og hjónin Íris Guðmundsdóttir og Sindri Guðmundsson deila reynslu sinni.

Þórir Haraldsson sér um undirleik og Sigurður Guðmundsson syngur.

Eftir stundina verður boðið uppá kaffisopa, smákökur og samfélag í safnaðarsal.

Athugið að hefðbundið helgihald verður einnig á sínum stað sunnudaginn 23. nóvember, barnaguðsþjónusta kl. 11 og guðsþjónusta kl. 13.

Njótum nærandi orðs og samfélags í Seljakirkju!