Á síðasta sunnudegi kirkjuársins verður nóg um að vera í Seljakirkju; sunnudagaskólinn, barn borið til skírnar við guðsþjónustu og æðruleysismessa um kvöldið. Helgihaldið verður með þessum hætti:
Barnaguðsþjónusta kl. 11 – Siggi Már og Bára leiða stundina og Tommi spilar á píanóið. Þar verður að vanda þrumustuð, með söng, dansi og sögu.
Guðsþjónusta kl. 13 – Sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Barn verður borið til skírnar.
Æðruleysismessa kl. 20 – Sr. Sigurður Már Hannesson leiðir stundina og hjónin Íris Guðmundsdóttir og Sindri Guðmundsson deila reynslu sinni. Þórir Haraldsson sér um undirleik og Sigurður Guðmundsson syngur. Eftir stundina verður boðið uppá kaffisopa, smákökur og samfélag í safnaðarsal.
