Síðasta menningarvaka ársins verður á jólalegu nótunum – og bera dagskrá og matseðill kvöldsins þess merki!

Að þessu sinni mætir Borgfirðingurinn og sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson til okkar og skemmtir kirkjugestum með fjörugu erindi.

Tríóið Fjarkar sjá um tónlistarflutning kvöldsins, og flytja okkur bráðskemmtilegt jólaprógram, sem vafalaust mun koma öllum viðstöddum í jólaandann fyrir hátíðirnar.

Matseðill kvöldsins verður einnig hátíðlegur, en Bjarni Kokkur eldar ofan í mannskapinn. Í aðalrétt verður gljáður hamborgarahryggur með blönduðu grænmeti, sinnepssósu, eplasalati, nýbökuðu brauði. Í eftirrétt verður eplakaka með þeyttum rjóma. Kvöldverður kostar kr. 4.000.

Verið hjartanlega velkomin til menningarvöku í Seljakirkju!