Annan sunnudag í aðventu verður nóg um að vera í Seljakirkju. Helgihaldið er á sínum stað á sínum hefðbundna tíma; aðventusunnudagaskóli kl. 11 og guðsþjónusta kl. 13. Um kvöldið býður Seljakirkja svo til spennandi tónleika:
Jólatónleikar kórs Seljakirkju hefjast klukkan 20, sunnudaginn 7. desember. Þar syngur kór Seljakirkju aðventu- og jólalög undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Sérstakur gestur tónleikanna er Ellen Kristjánsdóttir, sem syngur sín vinsælu jólalög.
Eftir stundina verður boðið upp á smákökur og kakó í safnaðarsal
Ókeypis er inn á tónleikana.
Njótum aðventunnar með Seljakirkju!
