Þá heldur aðventudagskráin okkar áfram, en að vanda verður nóg um að vera næsta aðventusunnudag. Dagskrá fjórða sunnudags í aðventu, 21. desember verður með þessum hætti:
Jólaball sunnudagaskólans kl. 11 – Prestarnir og Bára leiða samverustund í kirkjunni með söng, sögu og fjöri. Að sunnudagaskólanum loknum verður dansað í kringum jólatréð og góðir gestir koma í heimsókn.
Guðsþjónusta kl. 13 – Sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari. Seljurnar, kór kvenfélags Seljasóknar, syngja undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur.
Njótum aðventunnar með Seljakirkju!
