Sunnudaginn 28. desember brjótum við aðeins upp hefbundið form helgihaldsins

Í stað sunnudagaskóla og almennrar guðsþjónustu verður hjá okkur

Náttfata Gormatími kl. 11

Fjölskyldustund í kirkjunni þar sem við heyrum biblíusögu, förum með bænir, syngjum og förum á stöðvar til að upplifa biblíusögu dagsins betur

Að stund lokinni verður boðið uppá grillaðar samlokur, ávexti og heitt súkkulaði

Fjöldin allur af spilum verður í boði og eins verður hægt að föndra dagatöl fyrir árið 2026

Verið öll hjartanlega velkomin, endilega mætið í náttfötum og eigið notalega stund saman í kirkjunni