Seljakirkja óskar eftir kirkjuverði í fjölbreytt og skemmtilegt starf sem felur m.a. í sér móttöku kirkjugesta, aðstoð við helgihald, umsjón með kirkju og safnaðarheimili og útleigu á sölum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka kirkjugesta og aðstoð við erindi
- Samskipti við birgja og móttaka reikninga
- Umsjón með kirkju og búnaði
- Aðstoð við helgihald og safnaðarstarf
- Útleiga á sölum, létt þrif og matargerð
- Önnur verkefni í samráði við sóknarnefnd og sóknarprest
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á kirkjulegu starfi
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Þjónustulund og stundvísi
- Frumkvæði og skipulagshæfileikar
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Virðing fyrir starfi kirkjunnar og kirkjugestum
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði sem og góð tölvukunnátta
- Enskukunnátta er æskileg
