Sunnudagaskólalögin

Á bjargi byggði

Á bjargi byggði hygginn maður hús (x3)
og þá kom steypiregn.
Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx (x3)
og húsið á bjargi stóð fast.

Ástarfaðir himinhæða

Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.

Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur nærir,
eins og foldarblómin smá.

(Steingrímur Thorsteinsson)

B-I-B-L-Í-A

B-I-B-L-Í-A er bókinn bókanna.
Á orði Drottins er allt mitt traust.
B-I-B-L-Í-A
BIBLÍA!!!

Daginn í dag

Daginn í dag, daginn í dag,
gerði Drottinn Guð, gerði Drottinn Guð.
Gleðjast ég vil, gleðjast ég vil
og fagna þennan dag, fagna þennan dag.
Daginn í dag, gerði Drottinn Guð,
gleðjast ég vil og fagna þennan dag.
Daginn í dag, daginn í dag,
gerði Drottinn Guð.

Djúp og breið

Djúp og breið, djúp og breið,
það er á sem rennur djúp og breið.
Djúp og breið, djúp og breið,
það er á sem rennur djúp og breið.

Og hún rennur til mín
og hún rennur til þín,
og hún heitir lífsins lind.

Hallelúja, hún er

djúp og beið, djúp og breið,
það er á sem rennur djúp og breið.

Elska Jesú

Elska Jesú er svo dásamleg (3x)
elska svo dásamleg.
svo há, þú kemst ekki yfir hana
svo djúp, þú kemst ekki undir hana.
Svo víð, þú kemst ekki út úr henni,
elska svo dásamleg.

Ég vil líkjast Daníel

Ég vil líkjast Daníel,
og ég vil líkjast Rut.
Ég vil líkjast Daníel,
og ég vil líkjast Rut.

Því Rut hún er svo sönn og góð,
og Daníel fylltur hetjumóð.

Ég vil líkjast Daníel,
og ég vil líkjast Rut.

Hvað heitir konungur trjánna

Hvað heitir konungur trjánna?
Hvað heitir sjávarins Guð?
Hvað heitir konungur alheimsins?
Og hvað heitir konungur minn?

Hann heitir J-E-S-Ú-S! JÁ!
Hann er konungur minn,
Hann er konungur alheimsins,
trjánna og sjávarins

Hver hefur skapað blómin björt?

Hver hefur skapað blómin björt,
blómin björt, blómin björt?
Hver hefur skapað blómin björt?
Guð á himninum.

Hver hefur skapað fuglana,
fuglana, fuglana?
Hver hefur skapað fuglana?
Guð á himninum.

Hver hefur skapað stjörnurnar,
stjörnurnar, stjörnurnar?
Hver hefur skapað stjörnurnar?
Guð á himninum.

Hver hefur skapað þig og mig,
þig og mig, þig og mig?
Hver hefur skapað þig og mig?
Guð á himninum.

Hver hefur skapað blómin björt,
fuglana, stjörnurnar?
Hver hefur skapað þig og mig?
Guð á himninum.

Í sjöunda himni

Vakna, geispa, klæði mig,
pissa, bursta, næri mig
og stekk af stað, já, nú er lag
því sunnudagur er í dag.

Ég er í :,:sjöunda himni:,: í sunnudagaskólanum.
Í :,:sjöunda himni:,: í dag.

Sum með bangsa, sum með snuð
syngja börnin fyrir Guð
og biðja’ð blessi lífsins spor
í bljúgri bæn svo faðir vor.

Þau eru í :,:sjöunda himni:,: í sunnudagaskólanum.
Í :,:sjöunda himni:,: í dag.

Jesús elskar eitt og hvert,
Önnu, Tómas, Engilbert,
Hlín, Hákon, Sóley, Dibbabbú
og hvað sem annars heitir þú.

Verum í :,:sjöunda himni:,: í sunnudagaskólanum
:,:í sjöunda himni:,: í dag.

(Guðmundur Karl Brynjarsson)

Jesús er besti vinur barnanna

:,:Jesús er besti vinur barnanna:,:
alltaf er hann hjá mér, aldrei fer hann frá mér.
Jesús er besti vinur barnanna.

Leiddu mína litlu hendi

Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.

Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.

Ó, Jesús bróðir besti.

Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.

Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.

(Páll Jónsson)

Tikki tikki ta

Tikki tikki ta, tikki tikki ta,
tikki, tikki, tikki, tikki ta.
Tikki tikki ta, tikki tikki ta,
tikki, tikki, tikki, tikki ta.

Alla daga’ og allar nætur
augu Jesú vaka yfir mér.
Alla daga’ og allar nætur
augu Jesú vaka yfir mér.