Sr. Sigurður Már Hannesson

Prestur

Netfang: sigurdurmh@kirkjan.is

Sigurður Már Hannesson er fæddur 1990 og uppalinn í Reykjavík.

Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2010, stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands en leiðin lá svo í guðfræðideildina.

Árið 2016 stundaði sr. Sigurður Már skiptinám þar sem hann nam guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla.

Sr. Sigurður Már útskrifaðist með mag. theol.-próf frá Háskóla Íslands vorið 2020.

Hann var vígður til prestsþjónustu hjá Kristilegu skólahreyfingunni í mars 2021. Jafnframt sinnti hann ýmsum verkefnum fyrir KFUM og KFUK.

Sr. Sigurður Már hefur starfað í sunnudagaskóla hjá Grensáskirkju og Dómkirkjunni í Reykjavík ásamt því að hafa starfað sem æskulýðsfulltrúi í Ástjarnarkirkju. Samhliða starfi sínu hjá Kristilegu skólahreyfingunni sinnti hann afleysingum í Laugardalsprestakalli síðastliðið vor.

Eiginkona sr. Sigurðar Más er Heiðdís Haukdal Reynisdóttir, verkefnastjóri í rafrænum kennslumálum hjá Háskóla Íslands. Þau eiga eina dóttur.