Guðsþjónustur
Sunnudaga kl. 13:00
Guðsþjónustur sunnudagsins eru mikilvægasti þáttur safnaðarstarfsins. Þar kemur söfnuðurinn saman til þess að biðja saman og efla trú sína. Það er hverri kirstinni manneskju nauðsyn að næra trú sína á þann veg. Altarisganga er síðasta sunnudag hvers mánaðar. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng í guðsþjónustunni.
Athugið að yfir sumarmánuði færast hefðbundnar guðsþjónustur til klukkan 11:00.
Barnaguðsþjónustur
Sunnudaga kl. 11:00
Það er mikilvægt hverju barni að fá að heyra um Jesú og kynnast honum. Í barnaguðsþjónustum er þetta haft að leiðarljósi og fá börnin að heyra Biblíusögur, mikill söngur og bænagjörð. Í hverri barnaguðsþjónustu er fjársjóðskistan svo dregin fram sem hefur alltaf skemmtilega hluti að geyma sem tengist sögu dagsins.
Þessar stundir eru afskaplega dýrmætar fyrir trúaruppeldi barnanna þar sem börn og foreldrar sameinast í söng og bæn til Guðs.
Barnaguðsþjónustur í Seljakirkju eru alla sunnudaga kl. 11 og standa í um það bil 45 mínútur.
Athugið að barnaguðsþjónustur í Seljakirkju fara í sumarfrí yfir sumarmánuðina.
Fyrirbænastundir
Fimmtudaga kl. 12:00
Fyrirbænastundir eru alla fimmtudaga kl. 12:00 Stundirnar eru um hálftíma helgistundir með stuttri hugleiðingu og sálmasöng. Beðið er fyrir sjúkum, nauðstöddum og öðrum þeim sem óska eftir fyrirbæn. Eftir hverja stund er léttur hádegisverður.
Bænarefnum er hægt að koma til kirkjunnar í síma 567-0110.
Árskógar
Prestar Seljakirkju annast helgistund í félagsmiðstöðini Árskógum á fimmtudögum kl. 10:30.
Seljahlíð
Síðasta föstudag í mánuði er guðsþjónusta í Seljahlíð kl. 11:00.
Prestar Seljakirkju leiða þar helgihaldið, félagar úr Gerðubergskórnum leiða söng og á orgelið spilar Kári Friðriksson.
Skógarbær
Síðasta sunnudag í mánuði er guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15:30.
Prestar Seljakirkju leiða helgihaldið og organasti kirkjunnar leikur á flygilinn.
Á miðvikudögum er helgistund í Skógarbæ kl. 14:30.