Helgihald fjórða sunnudags í aðventu 22. desember

Barnaguðsþjónusta kl. 11 Árni Þór og Bára leiða stundina. Jólaföndur eftir sunnudagaskólann. Guðsþjónusta kl. 13 Sr. Árni Þór Þórsson prédikar. Seljurnar, kór Kvenfélags Seljasóknar, syngur undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur

2024-12-18T15:31:16+00:0018. desember 2024|

Helgihald Seljakirkju um jólahátíðina

Það er fátt sem kemur manni eins skjótt í hátíðarskapið og að heyra jólaguðspjallið lesið og að syngja jólasálminn góða, Heims um ból, í kór með fagnaðarfullum kirkjugestum. Komum og njótum jólanna með hátíðleik helgihaldsins í Seljakirkju! Helgihald hátíðarinnar verður með þessum hætti: 24. desember – Aðfangadagur jóla 11:00: Guðsþjónusta í Seljahlíð Sr. Árni Þór ...
Lesa meira

2024-12-17T12:27:04+00:0017. desember 2024|

Gormatími í Seljakirkju

Miðvikudaginn 25. september förum við af stað með nýtt safnaðarstarf Gormatími verður frá 17:00-19:00 Við byrjum á léttri fjölskyldusamveru í kirkjusalnum þar sem við heyrum sögu úr biblíunni, synjgum saman og förum með bænir Að því loknu verður föndurstund - þar verður boðið uppá bátagerð í ýmsum útfærslum sem henta börnum á öllum aldri Við ...
Lesa meira

2024-09-22T15:57:43+00:0022. september 2024|

Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir sett inn í embætti

Það var gleðirík stund hjá okkur í Seljakirkju síðastliðinn sunnudag, þegar sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir var formlega sett inn í embætti æskulýðsprests við hátíðlega athöfn í helgidómnum. Sr. Bryndís Malla Elídóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi Eystra sá um innsetninguna og sr. Steinunn Anna prédikaði. Sr. Sigurður Már og sr. Árni Þór þjónuðu fyrir altari. Við erum ...
Lesa meira

2024-09-17T11:55:09+00:0017. september 2024|

Fermingarfræðsla vetrarins 2024-2025

Nú er skráning í fermingarfræðslu næsta vetrar í fullum gangi, en stefnt er að því að fræðslan sjálf hefjist í byrjun september! Fermingarfræðslan er lifandi og skemmtileg fræðsla á jákvæðum nótum, en nánari upplýsingar um fermingarfræðsluna í Seljakirkju, ásamt skráningu, má finna hér.

2024-08-08T13:59:59+00:007. ágúst 2024|

Nýr prestur bætist í hópinn!

Það eru stórkostleg gleðitíðindi að okkar eigin Steinunn Anna Baldvinsdóttir, æskulýðsfulltrúi Seljakirkju, kemur til með að verða vígð til prests á morgun, annan í hvítasunnu. Steinunn Anna mun þjóna við Seljakirkju sem æskulýðsprestur, og verða þeir því þrír, prestarnir sem þjóna kirkjunni okkar! Vígslan fer fram í Skálholtsdómkirkju klukkan 17 - og hvetjum við að ...
Lesa meira

2024-05-19T23:51:07+00:0019. maí 2024|
Go to Top