Beint streymi – útför Margrétar Guðjónsdóttur

Útför Margrétar Guðjónsdóttur fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 14. janúar og hefst athöfnin kl. 13. Beint streymi verður frá athöfninni í glugganum hér að neðan og hefst útsending kl. 12.45. Hér er að finna sálmaskrá athafnarinnar Hér má horfa á upptöku frá athöfninni

2022-01-14T17:36:38+00:0014. janúar 2022|

Helgihald fellur niður

Í ljósi tilmæla almannavarna og samkomutakmarkana verður ekki sunnudagaskóli eða guðsþjónusta að sinni en við treystum því að framundan séu bjarti tímar með hækkandi sól og hlökkum til þegar hægt verður að koma saman í kirkjunni á nýjan leik.  

2022-01-12T10:55:43+00:0012. janúar 2022|

Gleðilegt ár!

Vegna núverandi stöðu í samfélaginu verður hvorki sunnudagaskóli eða opin guðsþjónusta næst komandi sunnudag 9. janúar.  Útvarpað verður guðsþjónustu frá Seljakirkju á Rás1 kl. 11 á sunnudaginn þar sem sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar.

2022-01-04T13:04:15+00:004. janúar 2022|

Gamlársdagur 31. desember

Helgistund kl. 17 í beinu streymi hér á síðunni. Stund til að njóta heima við kertaljós. Sr. Bryndís Malla Elídóttir flytur hugleiðingu Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Gleðilegt ár

2021-12-29T12:38:04+00:0029. desember 2021|

Opið helgihald fellur niður vegna samkomutakmarkana

Næstu vikur verður ekkert opið helgihald í Seljakirkju, en þess í stað verður helgihaldið með eftirfarandi hætti: Gamlársdagur 31. desember Helgistund í beinu streymi á seljakirkja.is kl. 17. Sr. Bryndís Malla Elídóttir leiðir stundina og Kór Seljakirkju syngur. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. Sunnudagur 9. janúar 2021 Guðsþjónustu í Seljakirkju útvarpað á Rás 1 kl. 11. ...
Lesa meira

2021-12-28T21:07:34+00:0028. desember 2021|

Breyting á helgihaldi um jólin vegna samkomutakmarkana

Aftansöngur á aðfangadag kl. 18 Framvísa þarf neikvæðu hraðprófi ekki eldra en 48 klst. sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggerssonar Hildigunnur Einarsdóttir syngur einsöng ATH beint streymi verður hér á síðunni Vegna hertra sóttvarnaraðgerða og fjölda smita í samfélaginu fellur miðnæturguðsþjónustan niður og guðsþjónustan ...
Lesa meira

2021-12-22T10:42:46+00:0022. desember 2021|

Helgihald um jól

Hér er að finna allar upplýsingar um helgihald í Seljakirkju um jól: Aðfangadagur Guðsþjónusta í Seljahlíð kl. 11. Aftansöngur kl. 18. Hraðprófs krafist - ekki eldra en 48 klst. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar. Kór Seljakirkju syngur. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30 Hraðprófs ekki krafist - kirkjunni skipt í hólf! Sr. Bryndís Malla Elídóttir predikar: Einsöngur: Hildigunnur ...
Lesa meira

2021-12-13T13:41:13+00:0013. desember 2021|

Nýtt tölublað safnaðartíðinda

Út er komið nýtt tölublað Safnaðartíðinda Seljasóknar - en blaðið hefur ekki komið út í tvö ár vegna heimsfaraldursins. Hér er að finna helstu fréttir úr safnaðarstarfinu og dagskrá um aðventu og jól. Blaðinu verður dreift á öll heimili í Seljasókn - en rafræna útgáfu er að finna hér.

2021-11-23T20:59:01+00:0023. nóvember 2021|
Go to Top