Sumarnámskeið í Seljakirkju næstu tvær vikur
Næstu tvær vikur verða sumarnámskeið hjá okkur í Seljakirkju Starfsfólk verður þá minna við símann Alltaf er þó hægt að senda tölvupóst
Næstu tvær vikur verða sumarnámskeið hjá okkur í Seljakirkju Starfsfólk verður þá minna við símann Alltaf er þó hægt að senda tölvupóst
Göngumessurnar í Breiðholti hafa fest sig í sessi í júnímánuði. Að þessu sinni verður fyrsta gangan 12. júní og þá verður gengið frá Fella- og Hólakirkju í Breiðholtskirkju, sunnudaginn 19. júní verður gengið frá Breiðholtskirkju í Seljakirkju og hringnum verður lokað sunnudaginn 26. júní þegar gengið verður frá Seljakirkju til Fella- og Hólakirkju. Gengið er ...
Lesa meira
Nú er hafin skráning í fermingarfræðslu næsta vetrar í Seljakirkju. Skráning fermingarbarna fer fram hér. Þar er jafnframt í boði að velja fermingardag og ábyrgjumst við að fermingarbörnin fái umbeðinn dag. Fermingarfræðslan mun fara fram í vikulegum kennslustundum í safnaðarheimili kirkjunnar jafnframt sem vænst er þátttöku í helgihaldi safnaðarins. Við leggjum mikla áherslu á að ...
Lesa meira
Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Seljaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 7. júní.Í auglýsingunni kom fram að miðað væri við að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu lægi fyrir. Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer ...
Lesa meira
Nýlega bættist Seljasókn í hóp safnaða sem eru á grænni leið. Þetta er fimmtándi söfnuðurinn sem heldur út þá gæfuleið. Grænir söfnuðir eru hins vegar sjö að tölu. Þriðjudaginn 24. maí afhenti sr. Axel Árnason Njarðvík, verkefnisstjóri umhverfismála hjá þjóðkirkjunni, Árna Helgasyni, ritara sóknarnefndar Seljakirkju, viðurkenningu um að söfnuðurinn væri kominn á græna leið. ...
Lesa meira