Fjölbreytt dagskrá á fyrsta sunnudegi í aðventu

Næsti sunnudagur er fyrsti sunnudagur aðventunnar, þá verður að venju fjölbreytt dagskrá í Seljakirkju; barnaguðsþjónusta, messa með altarisgöngu og aðventukvöld: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kveikt verður á spádómskertinu á aðventukransinum. Óli og Helgi leiða samveruna. Guðsþjónusta kl. 13 - altarisganga. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti: Sveinn Arnar Sæmundsson. Aðventukvöld ...
Lesa meira

2022-11-24T09:21:57+00:0023. nóvember 2022|

Menningarvaka eldri borgara 27. nóvember

Næsta menningarvaka eldri borgara í Seljakirkju verður nk. þriðjudag, 27. nóvember, og hefst samveran kl. 18 Að þessu sinni mun frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands flytja upphaforð. Söngvarinn og skemmtikrafturinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson sér um skemmtidagskrá bæði í tali og tónum.  Eftir stundina í kirkjunni verður að venju gengið til málsverðar að hætti Lárusar Loftssonar. ...
Lesa meira

2022-11-24T12:34:36+00:0023. nóvember 2022|

Nýtt tölublað safnaðartíðinda

Safnaðartíðindi Seljasóknar var dreift í hús í Seljahverfinu sl. föstudag. Þar er að finna allar upplýsingar um dagskrá aðventu og jóla í Seljakirkju. Kynnið ykkur dagskrána og verið velkomin í kirkjuna. Safnaðartíðindin má nálgast hér.

2022-11-23T07:35:11+00:0023. nóvember 2022|

Skráning í fermingarfræðslu 2022 – 2023

Nú er hafin skráning í fermingarfræðslu næsta vetrar í Seljakirkju.  Skráning fermingarbarna fer fram hér.  Þar er jafnframt í boði að velja  fermingardag og ábyrgjumst við að fermingarbörnin fái umbeðinn dag. Fermingarfræðslan mun fara fram í vikulegum kennslustundum í safnaðarheimili kirkjunnar jafnframt sem vænst er þátttöku í helgihaldi safnaðarins. Við leggjum mikla áherslu á að  ...
Lesa meira

2022-06-13T23:48:42+00:0013. júní 2022|

Seljakirkja á grænni leið

Nýlega bættist Seljasókn  í hóp safnaða sem eru á grænni leið. Þetta er fimmtándi söfnuðurinn sem heldur út þá gæfuleið. Grænir söfnuðir eru hins vegar sjö að tölu. Þriðjudaginn 24. maí afhenti sr. Axel Árnason Njarðvík, verkefnisstjóri umhverfismála hjá þjóðkirkjunni, Árna Helgasyni, ritara sóknarnefndar Seljakirkju, viðurkenningu um að söfnuðurinn væri kominn á græna leið. ...
Lesa meira

2022-06-08T19:18:09+00:005. júní 2022|
Go to Top